Sendu okkur póst
Consello
  • Heim
  • Fréttir
  • Þjónusta
    • Yfirlit
    • Fyrirtækjaráðgjöf
    • Mat á tryggingavernd
    • Flugsamgöngur
    • Tryggingar sveitarfélaga
    • Cyber tryggingar
  • Viðskiptavinir
  • Um Consello

Fyrirtækjaráðgjöf

Með því að vinna náið með viðskiptavinum okkar, veita þeim faglega og persónulega þjónustu og hlusta á þarfir þeirra, erum við vissir um að finna þær lausnir sem leitað er eftir. Markmið okkar hjá Consello aðeins eitt „að aðstoða viðskiptavini okkar við að ná árangri“. 

Við mat á tryggingaþörf er mikilvægt að draga fram eiginleika fyrirtækja og setja fram með skýrum hætti. Þannig er líklegra að vátryggingarfélögin meti tryggingaþörf og áhættu vátryggjanda með nákvæmari hætti, sem getur leitt til hagstæðari iðgjalda.

Eðlilegt er að slík vinna sé framkvæmd af aðilum sem ekki hafa hagsmuni af sölu eða samningum á vátryggingum, til að skapa jafna aðstöðu þeirra sem bjóða í vátryggingar. 
Consello ehf hefur engin fjárhagsleg tengsl við vátryggingafélög eða vátryggingamiðlara.

Starfsmenn Consello hafa áratuga reynslu af sölu, ráðgjöf, verkefnastjórnun og kaupum á vátryggingum. Við höfum jafnt aðgang að innlendum vátryggingamarkaði og alþjóðlegum mörkuðum s.s Lloyds markaðnum í London.

Picture
Picture
Consello ehf - löggilt vátryggingamiðlun 
​Stofnsett 21. júní 2010
Álfabakka 14  -  109 Reykjavík - Sími 520-2320
kt. 600710-0280   -  Persónuverndarstefna
Consello ehf. hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu og starfar undir eftirliti þess sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 32/2005, um miðlun vátrygginga.  
Consello ehf. hefur starfsábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélaginu Verði í samræmi við 4. málsgrein 12. gr. laga um dreifingu vátrygginga nr. 62/2019.