Ráðgjöf löggiltra vátryggingamiðlara Consello
Starfsmenn Consello hafa áratuga reynslu af ráðgjöf, verkefna-stjórnun, útboðsgerð og kaupum og sölu á vátryggingum.
Með því að vinna náið með viðskiptavinum okkar, veita þeim faglega og persónulega þjónustu og hlusta á þarfir þeirra, erum við vissir um að finna lausnir sem eru þeim til hagsbóta. Markmið okkar er að ná besta mögulega árangri á sérsviði okkar. Við greiningu á tryggingaþörf viðskiptavina teljum við mikilvægt að draga fram helstu eiginleika og áhættur í starfsemi þeirra með skýrum hætti. Þannig geta vátryggingarfélögin betur sett sig inn í |
aðstæður vátryggjanda, sem er grundvöllur þess að iðgjöld séu í samræmi við áhættu og aðstæður.
Eðlilegt er að slík greiningarvinna sé framkvæmd af sérfróðum aðilum sem ekki hafa hagsmuni af sölu eða samningum á vátryggingum til að skapa jafna aðstöðu þeirra sem bjóða í vátryggingar. Consello ehf hefur engin fjárhagsleg tengsl við vátryggingafélög eða aðra vátryggingamiðlara. Consello hefur jafnt aðgang að innlendum vátryggingamarkaði og alþjóðlegum, þar á meðal Lloyds markaðnum í London. |