Sendu okkur póst
Consello
  • Heim
  • Fréttir
  • Þjónusta
    • Yfirlit
    • Fyrirtækjaráðgjöf
    • Mat á tryggingavernd
    • Flugsamgöngur
    • Tryggingar sveitarfélaga
    • Cyber tryggingar
  • Viðskiptavinir
  • Um Consello

Ráðgjöf löggiltra vátryggingamiðlara Consello

Starfsmenn Consello hafa áratuga reynslu af ráðgjöf, verkefna-stjórnun, útboðsgerð og kaupum og sölu á vátryggingum. 
    Með því að vinna náið með viðskiptavinum okkar, veita þeim faglega og persónulega þjónustu og hlusta á þarfir þeirra, erum við vissir um að finna lausnir sem eru þeim til hagsbóta.
    Markmið okkar er að ná besta mögulega árangri á sérsviði okkar. Við greiningu á tryggingaþörf viðskiptavina teljum við mikilvægt að draga fram helstu eiginleika og áhættur í starfsemi þeirra með skýrum hætti. Þannig geta vátryggingarfélögin betur sett sig inn í 

aðstæður vátryggjanda, sem er grundvöllur þess að iðgjöld séu í samræmi við áhættu og aðstæður.
    Eðlilegt er að slík greiningarvinna sé framkvæmd af sérfróðum aðilum sem ekki hafa hagsmuni af sölu eða samningum á vátryggingum til að skapa jafna aðstöðu þeirra sem bjóða í vátryggingar. Consello ehf hefur engin fjárhagsleg tengsl við vátryggingafélög eða aðra vátryggingamiðlara.
    Consello hefur jafnt aðgang að innlendum vátryggingamarkaði og alþjóðlegum, þar á meðal Lloyds markaðnum í London.

Nánar um einstaka þjónustuþætti og áherslur í ráðgjöf Consello

Picture

Fyrirtækjaráðgjöf
​

Mat á þörf fyrir tryggingavernd

Picture

Picture

Sérhæfð ráðgjöf í flugsamgöngum

Tryggingar sveitarfélaga

Picture
Picture

Tryggingar gegn stafrænum árásum og tölvuglæpum

Picture
Consello ehf - löggilt vátryggingamiðlun 
​Stofnsett 21. júní 2010
Álfabakka 14  -  109 Reykjavík - Sími 520-2320
kt. 600710-0280   -  Persónuverndarstefna
Consello ehf. hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu og starfar undir eftirliti þess sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 32/2005, um miðlun vátrygginga.  
Consello ehf. hefur starfsábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélaginu Verði í samræmi við 4. málsgrein 12. gr. laga um dreifingu vátrygginga nr. 62/2019.