Consello ehf, óháð vátryggingamiðlun- og ráðgjöfStarfsmenn Consello aðstoða fyrirtæki og stofnanir við úttekt vátrygginga. Consello eru algjörlega óháðir vátryggingafélögum og miðlurum og vinna því alltaf með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.
Úttektir Consello felast m.a. í að skoða og meta trygginga- og tjónayfirlit, farið er í vettvangs-ferðir, rætt við starfsmenn og það sem þarf til að fá sem skýrustu mynd af umsvifum viðskiptavinarins og hvort einhvern staðar leynast göt í vátryggingaverndinni sem bæta þarf úr. Í framhaldinu er sest niður með vátryggingafélagi viðskiptavinarins eða farið í útboð eða verðkönnun til að fá bestu mögulegu iðgjöld. Tryggingar eru flóknar og oft er talað um iðgjaldafrumskóg. Tryggingavernd fyrirtækja og stofnana eiga það til að úreldast og iðgjöld geta verið í ósamræmi við raunverulegar þarfir. Regluleg úttekt á vátryggingum er mjög mikilvæg og þar kemur Consello til skjalanna. |
Sérfræðiþekking í tryggingum fyrir flugvélar, flugrekstur og flugvallaþjónustuVátryggingamiðlarar Consello hafa á undanförnum árum haft milligöngu um tryggingar fyrir stóran hluta einkaflugvéla hér á landi, flugfélög og fyrirtæki í flugvallaþjónustu.
Consello hefur m.a. annast tryggingaráðgjöf, tryggingamiðlun og útboð fyrir Landhelgisgæslu Íslands, Flugfélagið Erni, Isavia ohf og EAK (Eldsneytisafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli). |
Stafrænar tryggingar (cyber insurance)Stafrænar tryggingar eða "CYBER insurance" bæta tjón viðskiptavina vegna stafrænna árása eða öryggisbrests í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana.
Consello hefur milligöngu um CYBER tryggingar og vinna með miðlurum og vátryggjendum á Lloyds tryggingamarkaðnum í London. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana hafa áttað sig á því að að þrátt fyrir öflugar varnir, þá séu stafrænar tryggingar nauðsynlegar ef eitthvað bregður útaf. Meðal þess sem stafrænar tryggingar taka til er kostnaður við fyrstu hjálp (crisis management), fjárkúgun, truflun í rekstri, endurheimt gagna, sérfræðiaðstoð, ábyrgð gagnvart þriðja aðila, öryggi og persónuvernd, ábyrgð vegna efnisdreifingar, reglubrot og sektir. |
Tryggingar sveitarfélagaSveitarfélög þurfa fjölbreyttar tryggingar, þar á meðal eignatryggingar, ábyrgðartryggingar og lögbundnar tryggingar starfsmanna og viðskiptavina sinna þ.e. íbúa sveitarfélaganna. Consello ehf hefur unnið fyrir mörg af stærstu sveitarfélögum landsins að úttektum á tryggingarvernd, iðgjöldum, forvarnarstarfi, útboðum, tjónauppgjörum og gerð handbóka.
Starfsemi sveitarfélaga er margbrotin og getur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Því er mikilvægt að hafa stöðug vöktun á öllum tryggingum sveitarfélaga, í skólum, leikskólum, íþróttasvæðum, lögnum, samgöngum og svo framvegis. Ráðgjafar Consello ehf búa yfir miklum upplýsingum og þekkingu á starfsemi sveitarfélaga til að stuðla að réttri tryggingavernd og réttum iðgjöldum. Ekki síst skiptir máli að reglulega sé farið yfir stöðu tryggingamála í ljósi breytinga og aukinna umsvifa sem tengjast rekstri sveitarfélaganna. |