Tryggingar sveitarfélaga |
Sveitarfélög þurfa fjölbreyttar tryggingar, þar á meðal eignatryggingar, ábyrgðar-tryggingar og lögbundnar tryggingar starfsmanna og viðskiptavina sinna þ.e. íbúa sveitarfélaganna. Consello ehf hefur unnið fyrir mörg af stærstu sveitarfélögum landsins að úttektum á tryggingarvernd, iðgjöldum, forvarnarstarfi, útboðum, tjónauppgjörum og gerð handbóka.
Starfsemi sveitarfélaga er margbrotin og getur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Því er mikilvægt að hafa stöðug vöktun á öllum tryggingum sveitarfélaga, í skólum, leikskólum, íþróttasvæðum, lögnum, samgöngum og svo framvegis. Ráðgjafar Consello ehf búa yfir miklum upplýsingum og þekkingu á starfsemi sveitarfélaga til að stuðla að réttri tryggingavernd og réttum iðgjöldum. Ekki síst skiptir máli að reglulega sé farið yfir stöðu tryggingamála í ljósi breytinga og aukinna umsvifa sem tengjast rekstri sveitarfélaganna. |
Sveitarfélög sem Consello hefur unnið fyrir