Flugtryggingar
Flugtryggingar eru mjög sérhæfðar enda um dýrar tryggingar að ræða sem taka sveiflum á mörkuðum m.a. eftir tjónatíðni.
Starfsmenn Consello ehf hafa mikla reynslu hvað varðar allar tryggingar er tengjast flugsamgöngum. Sú reynsla liggur sér í lagi hjá Guðmundi Hafsteinssyni, sem unnið hefur að flugtryggingum hér heima og erlendis í meira en þrjá áratugi. Guðmundur hefur annast flugtryggingar fyrir erlend flugfélög og er beinu sambandi við helstu markaði t.d. Lloyd's markaðinn í London.
Mjög stór hluti einkaflugvéla á íslandi eru tryggðar í gegnum Consello.
Consello hefur annast tryggingaráðgjöf, tryggingamiðlun og útboð fyrir m.a. Landhelgisgæslu Íslands, Flugfélagið Erni og fleiri flugrekendur. Auk þess hefur Consello unnið fyrir Isavia ohf og eldsneytisafgreiðslu oíufélaganna á Keflavíkurflugvelli, EAK hf.