Starfsmenn Consello


Lárus Hrafn Lárusson


Löggiltur vátryggingamiðlari, framkvæmdastjóri

Netfang: larus@consello.is  

Farsími: 897-2234

Lárus lauk verslunarskólaprófi 1981 frá Verslunarskóla Íslands. Lárus kláraði flest þau námskeið sem kennd voru á vegum Tryggingaskóla vátrygginga-félaganna á árunum 1981-1990. Þá lauk hann námi frá Opna háskóla HR í vátrygginum 2008. Lárus fékk réttindi sem löggiltur vátryggingamiðlari í maí 2012.

Lárus hóf störf hjá Almennum tryggingum í september árið 1981 og starfaði þar og síðar hjá Sjóvá-Almennum með hléum til ársins 2010 við ráðgjöf og viðskiptaumsjón með fyrirtækjum. 

Árið 2010 stofnaði Lárus ásamt Guðmundi Ólafi Hafsteinssyni Consello ehf.

Helstu starfsvið Lárusar eru að aðstoða fyrirtækja og stofnanir við að setja upp All Risks tryggingar, CYBER tryggingar, ábyrgðartryggingar, verktakatryggingar, verktryggingar auk umsjónar með verðkönnunum og útboðum.

Lárus er framkvæmdastjóri Consello ehf.

Guðmundur Hafsteinsson


Löggiltur vátryggingamiðlari

Netfang: gudmundur@consello.is 
Farsími: 895-7717

Guðmundur er rekstrarhagfræðingur frá Alþjóða Viðskiptaháskólanum í Jönköping útskrifaður 1995. Guðmundur fékk réttindi sem löggiltur vátryggingamiðlari í apríl 2012.

Guðmundur hefur að mestu starfað við flugrekstur eða frá árinu 1982, að undanskildum árunum 1990 til 1995. Meðal annars hefur Guðmundur starfað hjá Arnarflugi, Atlanta og Avion Group, lengst af sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs og síðar sem framkvæmdastjóri tryggingarsviða Avion Group. Guðmundur hefur í þessum störfum öðlast mjög víðtæka reynslu og þekkingu á innkaupum vátrygginga sem hann miðlar nú í starfi sínu sem ráðgjafi og vátryggingamiðlari.
Árið 2010 stofnaði Guðmundur ásamt Lárusi Hrafni Lárussyni Consello ehf.
Guðmundur hefur starfað inná Lloyds tryggingamarkaðnum í London í u.þ.b. 35 ár.

Guðmundur er starfandi stjórnarformaður Consello ehf.

Guðmundur Marinó Ásgrímsson


Ráðgjafi og viðskiptafræðingur

Netfang: gudmundurm@consello.is 
Farsími:
618-3500

Guðmundur er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lauk námi frá Opna háskóla HR í vátrygginum2012.

Hann starfaði við fyrirtækjaráðgjöf hjá Kaupþingi frá 2005 til 2009 og Sjóvá frá 2009 til 2013. Áður en hann réðst til starfa hjá Consello 2015 starfaði hann hjá Tryggja ehf við ráðgjöf til fyrirtækja í vátryggingamálum.

Helstu starfsvið Guðmundar er umsjón með verðkönnunum og útboðum auk ráðgjafar.

Guðmundur er forstöðumaður vátryggingaráðgjafar Consello ehf.

Ráðgjöf sem skilar fjárhagslegum ávinningi og bættri tryggingarvernd.”