Útboð / verðkannanir


Þegar Consello annast hvort heldur sem er útboð sem oftast er krafist þegar um opinbera aðila er að ræða eða Verðkannanir sem aðilar sem ekki eru útboðsskildir er farið í úttekt á fyrirtækinu/stofnunnunni og hvort og þá hvernig hagræða megi í tryggingum viðskiptavinar. Við förum í nákvæma tjónagreiningu og skoðum atvikalýsingar, liggi þær fyrir. Við greinum allar núverandi tryggingar og metum nauðsyn þeirra og gildi. Það gerum við með því að skoða þá ferla sem eru innandyra hjá viðskiptavini, skoðum vátryggingastaði og metum hvar áhættur liggja. Við skoðum hvort einhverjar áhættur séu ekki tryggðar.


Til að gefa dæmi um aðferðir Consello í þessu ferli:

  • Gagnaöflun og áhættugreining.
  • Greining gagna/mat á núverandi tryggingavernd ásamt því að skoða hvort einhverjar áhættur séu ekki vátryggðar og tillögur til úrbóta.
  • Greining á tjónasögu og tillögur til úrbóta.
  • Heimsóknir á starfstöðvar.
  • Kynningarfundir með bjóðendum.
  • Uppsetning á útboðs/verðkönnunarlýsingu og tilboðsmaster.
  • Samskipti við tryggingafélög.
  • Opnun útboðs/verðkönnunar.
  • Úrvinnsla á tilboðum.
  • Kynning.
  • Minnisblað/skýrsla með niðurstöðum og athugasemdum.



Útboð/verðkannanir trygginga krefjast tíma og þekkingar. Að bjóða út tryggingar er skynsamleg leið til að tryggja að fyrirtæki þitt sé rétt tryggt. Að bjóða út tryggingar getur lækkað iðgjöld og bætt kjör þín.

Ráðgjafar Consello meta þörf á hvort og hvernær rétti tíminn til að bjóða út tryggingar viðskiptavinar og hefur ávallt hagsmuni viðskiptavinar í huga.