Um Consello   


Consello ehf var stofnað 2010 af Guðmundi Ólafi Hafsteinssyni og Lárusi Hrafni Lárussyni, löggiltum vátryggingamiðlurum.

Consello hefur unnið með fjölda fyrirtækja og stofnana að útboði eða verðkönnunum trygginga, áhættumati, áhættugreiningu, skráningu verkferla tjónaþjónustu og gerð tryggingahandbóka.
Consello eru algjörlega óháðir vátryggingafélögum og miðlurum og vinna því alltaf með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Árangurinn sýnir að þessi ráðgjöf skilar fjárhagslegum ávinningi og tryggingalegri hagræðingu ásamt aukinni þekkingu innan viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.