Ábyrgðartryggingar
Ábyrgðartrygging fyrirtækja/stofnanna (e.TPL)
Ábyrgðartryggingin tryggir atvinnurekanda fyrir skaðabótaábyrgð sem á hann kann að falla vegna slysa á fólki eða skemmda á munum.
Ábyrgðartrygging stjórnsýslu (e.PLI)
Sveitastjórnarmenn og stjórnendur bæjarfélaga bera ábyrgð á ákvörðunum tengdum stjórnun bæjarfélaga. Rangar ákvarðanir geta leitt til fjárhagskrafna.
Ábyrgðartrygging stjórnenda (e. D&O)
Stjórnendur og stjórnarmenn fyrirtækja geta verið persónulega ábyrgir fyrir athöfnum sínum eða athafnaleysi og bakað sér þannig skaðabótaskyldu. D&O Ábyrgðartryggingin er sérstaklega ætluð einstaklingum sem eru í þannig stöðu. Þetta á líka við um persónulega fjárhagsábyrgð. Hneykslismál á samfélagsmiðlum, upplýsingaleki og önnur fyrirbæri koma með algjörlega nýjar tegundir af áhættum í starfi stjórnanda.
Starfsábyrgðartryggingar(e. PI)
Starfsábyrgðartryggingar hafa þann tilgang að bæta almennt fjártjón sem vátryggður kann að valda viðskiptavinum sínum við störf sín. Starfsábyrgðartryggingar bæta sérstaklega tjón sem hlýst af mistökum eða vanrækslu við framkvæmd umsaminnar þjónustu, sem veitt er af sérfræðingum í tilteknum fagstéttum.
Stafrænar tryggingar (e. CYBER insurance)
Stafrænar tryggingar eða "Cyber insurance" er heiti á tryggingum sem bæta tjón viðskiptavina vegna stafrænna árása eða öryggisbrests í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana.