Eignatryggingar


Brunatryggingar húseigna.

Brunatrygging húseigna er lögboðin trygging sem bætir tjón á húseign af völdum eldsvoða.

Húseigendatryggingar

Víðtæk og alhliða vernd fyrir fasteignina sem tekur til tjóna og óhappa á borð við m.a. leka, óveður og innbrota.

Lausafjártryggingar

Eignatrygging lausafjár er samsett trygging þar sem brunatrygging er grunnurinn. Til viðbótar við hana er hægt að velja vatnstjóns, innbrots og rekstrarstöðvunartryggingar.

Aláhættutrygging (e. All Risks insurance)

All Risks trygging er vátrygging á eignum og lausafé og er hægt að bæta inn í þær verndir gegn t.d. vélarbilun og rekstrarstöðvun.

Þessa tryggingu er hægt að kaupa í gegnum íslensk tryggingafélög, en við mælum með því að kaupa hana beint í gegnum tryggingamiðlara(e. insurance broker) á alþjóðlegum markaði og klæðskerasauma vátrygginguna með þarfirkaupanda.

Verktakatrygging (e. Construction All Risks insurance)

Verktakatrygging er víðtæk trygging fyrir eigendur eða verktaka í framkvæmdum sem vilja tryggja verkið fyrir skyndilegu og ófyrirsjáanlegu tjóni.

Hægt er að vera með tvær útfærslur af verktakatryggingu.

Verktakatrygging verkkaupa (e. OCIP) en þar tryggir verkkaupi heildartryggingu á verkið og er því öruggari um að verndir seu í samræmi við hans kröfur. Þetta þýðir að verktakar og undirverktakar er tryggðir af verkkaupa sem ætti að leiða til hagkvæmari iðgjalda.

Verktakatrygging verktaka (e. CCIP) en þar kaupir verktaki tryggingu á verk sem hann framkvæmir auk þess að undirverktakar þurfa líka að kaupa verktakatryggingu.