Vátryggingaútboð Hrunamannahrepps 2023-2025

Útboð vegna allra trygginga Hrunamannahrepps hefur nú verið auglýst. Á fundi sveitarstjórnar þann 1. september s.l. var samþykkt tilboð frá fyrirtækinu Consello í útboðsgerðina enda hefur fyrirtækið víðtæka reynslu af tryggingamálum og hefur unnið fyrir um 40 sveitarfélög með sambærilegum hætti og með góðum árangri. Starfsmenn Consello hafa farið yfir allar tryggingar sveitarfélagsins með það fyrir augum að finna réttar tryggingar og eðlilega tryggingavernd en það er aldrei nógsamlega ítrekað hversu mikilvægt er að tryggingar séu með þeim hætti að þær veiti nauðsynlega vernd gegn öllu því óvænta sem upp getur komið.

29. október 2025
Rangárþing-ytra og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2026-2028 Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 715656-2025) Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 29.10.2025 kl 12:00. Tilboðum skal skila á Skrifstofu Rangárþings-ytra, Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hellu fyrir kl. 12:00, 27.11.2025 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.
28. október 2025
Rangárþing eystra og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2026-2028 Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 605648-2025 Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 18.9.2025 kl 12:00. Tilboðum skal skila í skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli fyrir kl. 12:00, 17.10.2025 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.