Hafnarfjarðarkaupstaður og tengdir aðila fara í útboð
6. október 2025
Hafnarfjarðakaupstaður og tengdir aðilar s.s. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar, Hafnarfjarðarhöfn, Vatnsveita Hafnarfjarða og fl. eru í samstarfi við Consello að bjóða út allar tryggingar bæjarins.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem bærinn leitar til Consello en áður sá félagið um útboð fyrir bæjarfélagið 2015 og 2020.

Consello sá nýlega útboð á tryggingum Garðabæjar. Garðabær er eitt fjölmargra sveitafélaga sem nota þjónustu Consello þegar kemur að tryggingamálum en Consello hefur áður unnið útboð á tryggingum sveitafélagsins. Útboð sveitafélaga er umfangsmikið og tímafrekt verkefni þar sem að mörgu er að hyggja. Stafsmenn Consello skoða trygginga- og tjónayfirlit sveitafélagsins, taxtar og tjón eru skoðuð og metin, farið er í vettvangsferðir, allt til að fá skýra mynd af umsvifum og hvort einhver göt væru í vernd sem bæta þarf. Útboðið var auglýst á EES, útboðsvef og heimasíðu bæjarfélagsins.