Er þitt fyrirtæki með réttar vátryggingar?

Consello veitir fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum sérhæfða tryggingaráðgjöf.

Tölum saman

UM CONSELLO

Ráðgjöf sem tryggir fjárhagslegan ávinning og bættri tryggingarvernd.

Consello ehf veitir tryggingaráðgjöf og miðlun fyrir íslensk fyrirtæki og opinbera aðila, bæði innanlands og erlendis, auk erlendra fyrirtækja sem starfa á Íslandi.

Við störfum í nánu samstarfi við alþjóðlega vátryggingamiðlara og vátryggjendur, sem veita viðskiptavinum okkar aðgang að víðtækum möguleikum á alþjóðlegum tryggingamarkaði.


Consello starfar með starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu og hefur víðtæka reynslu af því að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við útboð trygginga, áhættumat og greiningu, skráningu verkferla og gerð tryggingahandbóka. Ráðgjöf okkar hefur leitt til mælanlegs árangurs þar á meðal fjárhagslegs ávinnings, bættrar tryggingaaðstöðu og aukinnar þekkingar innan viðkomandi fyrirtækja og stofnana.

Vátryggingaráðgjöf

Með því að vinna náið með viðskiptavinum okkar, veita þeim faglega og persónulega þjónustu og hlusta á þarfir þeirra, erum við vissir um að finna þær lausnir sem leitað er eftir. Markmið okkar hjá Consello aðeins eitt „að aðstoða viðskiptavini okkar við að ná árangri“. 

Sjá nánar

Flugtryggingar og tilheyrandi

Flugtryggingar eru mjög sérhæfðar enda um dýrar tryggingar að ræða sem taka sveiflum á mörkuðum m.a. eftir tjónatíðni.

Sjá nánar

Tryggingar gegn stafrænum árásum og tölvuglæpum

Stafrænar tryggingar eða "Cyber insurance" bæta tjón viðskiptavina vegna stafrænna árása eða öryggisbrests í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana.


Sjá nánar

Tryggingar sveitarfélaga

Sveitarfélög þurfa fjölbreyttar tryggingar, þar á meðal eignatryggingar, ábyrgðartryggingar og lögbundnar tryggingar starfsmanna og viðskiptavina sinna þ.e. íbúa sveitarfélaganna. Consello ehf hefur unnið fyrir mörg af stærstu sveitarfélögum landsins að úttektum á tryggingarvernd, iðgjöldum, forvarnarstarfi, útboðum, tjónauppgjörum og gerð handbóka.

Sjá nánar

Hluti viðskiptavina okkar sem hafa notið ráðgjafar 

vátryggingamiðlara Consello með góðum árangri


Hvað segja

Viðskiptavinir okkar

„Borgarbyggð bauð út tryggingar sveitarfélagsins og réð Guðmund Ásgrímsson hjá Consello, sérfræðing á sviðinu, til að annast verkið. Hann fór vandlega yfir allar tryggingar áður en útboðið fór fram. Consello sýndi mikla fagmennsku og stóð undir væntingum, sérstaklega þegar upp komu mál á borð við kæru vegna útboðsskilmála.“

Eiríkur Ólafsson, Borgarbyggð

Par af svörtum gæsalöppum á hvítum bakgrunni.

„Hveragerðisbær nýtti sér þjónustu Consello og er skemmst frá því að segja að við vorum afar ánægð með þjónustu fyrirtækisins. Unnið er faglega og hratt og að fullu í samræmi við óskir og þarfir viðskiptavinarins. Að loknu starfi Consello var bæjarfélagið með betri og ódýrari tryggingar en áður. Því hefðum við aldrei náð án aðstoðar Guðmundar Ásgrímssonar hjá Consello.“

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði 

Par af svörtum gæsalöppum á hvítum bakgrunni.

„Fjallabyggð nýtti sér þjónustu Guðmundar Ásgrímssonar hjá Consello og var þjónustan til fyrirmyndar. Fagmennska og þekking í fyrirrúmi sem skilaði sveitarfélaginu hagkvæmari iðgjöldum.“

Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, fjármálastjóri.

Par af svörtum gæsalöppum á hvítum bakgrunni.

„Okkur hjá Högum hf. fannst áhugavert að fá nýjan vinkil á tryggingamál okkar og það er óhætt að segja að við erum mun öryggari í dag með okkar tryggingar en áður. Consello hjálpaði okkur að nálgast tryggingamálin á ferskan hátt með tryggingafélagi okkar og við sömdum um betri og víðtækari vernd.“


Guðrún Eva Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Haga hf