Sendu okkur póst
Consello
  • Heim
  • Fréttir
  • Þjónusta
    • Yfirlit
    • Fyrirtækjaráðgjöf
    • Mat á tryggingavernd
    • Flugsamgöngur
    • Tryggingar sveitarfélaga
    • Cyber tryggingar
  • Viðskiptavinir
  • Um Consello

Consello  með þrjú útboð á EES svæðinu

16/11/2020

0 Comments

 
Picture
Um þessar mundir hefur Consello umsjón með þrem útboðum á EES svæðinu.
Um er að ræða Hafnarfjörð, Reykjanesbæ og nýstofnað sveitarfélag Múlaþings. Vátryggingar sveitafélaga geta verið flóknar enda er umsvif sveitafélaga yfirgripsmikil þar sem bæjarfélögin eiga mikið af eignum og margar undirstofnanir eins og t.d. veitur, hafnir, slökkvilið, dvalarheimili auk ýmiskonar félagslegra starfsemi. Consello er með verkefnastjórn í þessum verkefnum sem eru unnin í góðri samvinnu með sveitarfélögunum sjálfum.


0 Comments

Origo endurnýjar CYBER tryggingar sínar.

4/8/2020

0 Comments

 
Origo er eitt öflugast og sterkasta þjónustufyrirtækið á íslandi á sviði upplýsingatækni. Hlutverk fyrirtækisins felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Fyrirtæki eins og Origo er mjög annt um sína viðskiptavini og verði þeir fyrir tjóni þá eru þeir með öflugar CYBER tryggingar, en þær tryggingar bæta tjón viðskiptavina vegna tölvuárásar eða öryggisbrests í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Að baki árásum geta legið margvíslegar ástæður, von um fjárhagslegan ávinning, pólitískur eða andfélagslegur tilgangur eða skemmdarfýsn.
Origo hefur verið með þessa tryggingu í nokkurn tíma og telja að það sé mikið öryggi fólgið í því fyrir þá og þeirra viðskiptavini.
​
Picture
0 Comments

Consello sá um útboð á vátryggingum Garðabæjar.

15/5/2020

0 Comments

 
Picture
Consello sá nýlega útboð á tryggingum Garðabæjar. Garðabær er eitt fjölmargra sveitafélaga sem nota þjónustu Consello þegar kemur að tryggingamálum en Consello hefur áður unnið útboð á tryggingum sveitafélagsins. Útboð sveitafélaga er umfangsmikið og tímafrekt verkefni þar sem að mörgu er að hyggja. Stafsmenn Consello skoða trygginga- og tjónayfirlit sveitafélagsins, taxtar og tjón eru skoðuð og metin, farið er í vettvangsferðir, allt til að fá skýra mynd af umsvifum og hvort einhver göt væru í vernd sem bæta þarf. Útboðið var auglýst á EES, útboðsvef og heimasíðu bæjarfélagsins. ​
0 Comments

Hagar hf og tengd félög með verðkönnun á tryggingum.

15/4/2020

0 Comments

 
Consello kláraði nýlega verðkönnun fyrir Haga hf og aðila þeim tengdum.
Hagar hf. er leiðandi verslunarfyrirtæki á íslenskum matvöru-, sérvöru- og eldsneytismarkaði en félagið var stofnað í núverandi mynd árið 2003. Félagið starfrækir 40 matvöruverslanir, 28 Olís þjónustustöðvar, 43 ÓB-stöðvar, tvær birgðaverslanir, þrjár sérvöruverslanir, tvö apótek, tvö vöruhús og tvær framleiðslustöðvar. Kjarnastarfsemi Haga er á sviði matvöru og tengdra vöruhúsa, auk eldsneytissölu. Hagar eru skráðir á aðallista NASDAQ OMX Iceland með auðkenninu HAGA. Höfuðstöðvar félagsins eru í Kópavogi. 
Fyrirtæki Haga eru starfrækt í sjö dótturfélögum. Fyrirtækin eru rekin sem sjálfstæðar rekstrareiningar og hafa þess vegna ólík rekstrarform og ólíka menningu. Hlutverk Haga er að veita fyrirtækjum sínum aðhald í rekstri og finna sameiginlega fleti sem leitt geta til hagræðingar í kostnaði og aukið tekjumöguleika fyrirtækjanna og um leið samkeppnisstyrk þeirra. Hlutverk Haga er enn fremur að skapa virði fyrir hluthafa sína með arðsömum rekstri.
Dótturfélög í samstæðu Haga eru Hagar verslanir ehf., Olíuverzlun Íslands ehf., Bananar ehf., FKV ehf. (áður Ferskar kjötvörur ehf.), Noron ehf., Reykjavíkur Apótek ehf. og Mjöll Frigg ehf., sem er dótturfélag Olís.
Undir hatti Haga verslana ehf. eru fyrirtækin Bónus, Hagkaup, Aðföng og Útilíf. Bónus og Hagkaup eru tvær af stærstu matvöruverslunarkeðjum landsins og sinnir vöruhúsið Aðföng stoðþjónustu við matvörukeðjurnar. Útilíf er smásölufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á íþrótta- og útivistarvörum.
Picture
0 Comments

Consello lýkur stóru útboði fyrir Isavia ohf

11/2/2020

0 Comments

 
Picture
Consello lauk nýverið við stórt útboð á innanlands tryggingum Isavia ohf. Isavia ohf rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns, að því að vera hluti af góðu ferðafélagi þeirra 30 milljón farþega sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði.
Útboðið var auglýst á TED (Tender Electronic Daly) sem er útboðavefur Evrópska efnahagssvæðisins og gekk vel og var mikill áhugi á útboðinu meðal þátttakenda. 
​

0 Comments

Stafrænar tryggingar - CYBER insurance

12/9/2019

0 Comments

 
Picture
Stafrænar tryggingar (cyber insurance) er heiti á tryggingum sem bæta tjón viðskiptavina vegna tölvuárásar eða öryggisbrests í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Að baki árásum geta legið margvíslegar ástæður, von um fjárhagslegan ávinning, pólitískur eða andfélagslegur tilgangur eða skemmdarfýsn.
​
Hér á landi hefur mikið verið fjallað um stafrænar ógnir undanfarin misseri. Fréttir hafa verið um tug- og hundruð milljón króna tap fyrirtækja og stofnana vegna netglæpamanna sem svífast einskis og enginn veit hvar í heiminum þeir eru staðsettir. Minna hefur farið fyrir umræðu um tryggingar gegn þessari óværu, einfaldlega vegna þess hversu ný af nálinni slíkar tryggingar eru.
Consello hefur unnið að undirbúningi stafrænna trygginga hér á landi í samvinnu við bresku vátryggingarmiðlunina Marsh og hefur þegar átt viðræður við stórfyrirtæki og stofnanir sem telja að þrátt fyrir öflugar varnir, þá séu stafrænar tryggingar nauðsynlegar ef eitthvað bregður útaf.

0 Comments

HS Orka endurnýjar ALL RISKS tryggingar sínar

6/8/2019

0 Comments

 
Picture
HS Orka endurnýjaði nýlega ALL RISKS tryggingar sínar, en fyrirtækið er með þessar tryggingar í gegnum tryggingamiðlarann Marsh í London, auk þess að Consello kemur að þessum tryggingum sem ráðgjafi og hlutdeildarmiðlari.
​Í ALL RISKS tryggingunni fellst að allar eignir HS Orku eru tryggðar gegn öllum hugsanlegum tjónum sem geta komið upp í sambandi við orkuver fyrirtækisins. Auk ALL RISKS tryggingarinnar er HS Orka líka með ábyrgðartryggingu sem er hærri en venjulegar íslenskar abyrgðartryggingar.
Við undirbúning töku ALL RISKS tryggingarinnar voru orkuverin tekin út af eftirlitsmönnum á vegum Marsh auk þess sem skoðunarmenn frá endurtryggjendum koma reglulega til að skoða verin og setja fram gagnlegar ábendingar fyrir fyrirtækið.

0 Comments

Hveragerði samdi um tryggingar við VÍS með aðstoð Consello

15/10/2018

0 Comments

 
PictureRúnar Guðjónsson, VÍS, Guðmundur Ásgrímsson frá Consello og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri við undirritunina.
Eftifarandi frétt var birt á vefsíðu Hveragerðisbæjar í júlí 2018:​

"Umtalsverður sparnaður, eða um 2,5m.kr. náðist við útboð á vátryggingum Hveragerðisbæjar, en þar var VÍS lægstbjóðandi. Á fundi bæjarráðs Hveragerðis var samþykkkt að ganga til samninga við VÍS um allar vátryggingar bæjarfélagsins. Var þessi ákvörðun tekin í kjölfar útboðs sem fram fór á vegum vátryggingarmiðlunarinnar Consello. Consello réðst í úttekt á öllum tryggingum bæjarfélagsins og nýtti bæjarráð tækifærið á fundi sínum og þakkaði Consello ehf gott samstarf við yfirferð vátrygginga bæjarins og gerð útboðsgagna.

Í bókun bæjarráðs kom fram að með þessari vinnu hafi tekist að bæta vátryggingavernd bæjarfélagsins umtalsvert en jafnframt að ná fram góðum sparnaði en lægsta tilboð VÍS hljóðaði upp á 10.525.805,-. Núverandi iðgjöld námu 13.053.504,- og því hefur útboðið skilað hagræðingu sem nemur ríflega 2,5 mkr.

Það var álit ráðgjafa að niðurstaða útboðsins væri góð fyrir Hveragerðisbæ og því hefur bæjarstjóri nú þegar skrifað undir nýjan samning við VÍS um tryggingavernd sveitarfélagsins.

0 Comments

Skilvirkari tryggingaþjónusta fyrir útveginn

4/10/2018

0 Comments

 
Picture



​„Við framkvæmum áhættumat hjá útgerðarfélaginu og komum með tillögur að skilmálum sem henta hverju og einu. Að því loknu sjáum við um útboð á Lloyds markaðnum í London til að finna vátryggjanda og ná fram sem hagstæðustu kjörum,“ segir Guðmundur Hafsteinsson, vátryggingamiðlari og einn af eigendum Consello vátryggingamiðlunar.
 
„Við leggjum áherslu á að bjóða allar helstu tryggingar sem sjávarútvegurinn þarf, með sambærilegum skilmálum eða betri en nú þekkist.  Við erum „one-stop“ miðlun og gætum hagsmuna viðskiptavinarins í tjónauppgjörum með beinum samskiptum við vátryggjandann,“ segir Guðmundur ennfremur.
 
„No-fault“ tryggingar
„Skilvirknin sem fæst með aðstoð Consello felst ekki síst í því að allar tryggingar sem við útvegum á Lloyds markaðnum eru svokallaðar „no-fault“ tryggingar. Það þýðir að tjón eru bætt að fullu, sama hverjum eða hverju er um að kenna. Fyrir vikið tekur tjónauppgjör mjög stuttan tíma. Það er ekki verið að leita að sökudólgi, heldur bæta tjón sem tryggt hefur verið fyrir. Fáheyrt er að reynt sé að skipta tjónskostnaðinum á milli vátryggjandans og tryggingatakans,“ segir Guðmundur.
 
„Það er engum í hag að tefja bótagreiðslur þegar t.d. atvinnutæki verða fyrir tjóni. Sem fyrst þarf að ráðast í viðgerðir eða endurnýjun búnaðarins til að hann geti haldið áfram að skila eigendum sínum tekjum.“
 
Samstarf við öfluga vátryggingamiðlara
Consello er í samstarfi við vátryggingarmiðlarann Marsh í London sem er ein stærsta tryggingamiðlun heims, með starfsemi í 160 löndum og 29 þúsund starfsmenn. Marsh leggur mikla áherslu á að starfa náið með staðbundnum vátryggingamiðlunum á borð við Consello.
 
Þeir David Ripton, vátryggingamiðlari og framkvæmdastjóri hjá Marsh og Graham Knott samstarfsmaður hans voru hér á landi til að kynna þjónustu fyrirtækisins. Þeir segjast líta svo á að Marsh og Consello geti boðið íslenskum útgerðarfyrirtækjum afar áhugaverðan valkost þegar kemur að töku trygginga. „Við leitum tilboða í tryggingar á alþjóðamarkaði þar sem samkeppni er mikil. Það getur stuðlað að hagkvæmari iðgjöldum en íslensk fyrirtæki hafa áður kynnst, enda eru engir milliliðir á borð við endurtryggjendur. Ef til tjóns kemur þá sér Consello um samskiptin hér á landi og Marsh sér um samskiptin við viðkomandi vátryggjanda (underwriter) á Lloyds markaðnum. Við störfum eingöngu í þágu viðskiptavinarins, þannig að ekkert fer á milli mála hverra hagsmuna við gætum.“
 
Milliliðirnir detta út
Þeir David og Graham benda á að íslensku tryggingafélögin endurtryggi hluta af tryggingum útgerðarinnar. „Endurtryggjendur eru milliliðir sem taka oft stóran hluta áhættunnar og það hækkar iðgjöldin. Tryggingafélögin eru jafnframt í þeirri stöðu í þessum tilfellum að gæta bæði eigin hagsmuna og hagsmuna viðskiptavinarins. Þessi staða getur skýrt hvers vegna tjónsuppgjör á Íslandi virðast oft taka langan tíma.“
 
Sérfræðiþekking í áhafnatryggingum
Meðal þeirra sem Consello starfar með á Lloyds markaðnum er Aegis. Nicholas Waymark, sérfræðingur Aegis í áhafnatryggingum, segir mikilvægt fyrir útgerðarfyrirtæki að vera með rétta tryggingavernd fyrir áhafnir sínar og starfsmenn. Löng reynsla og innsæi skiptir máli við mat á tryggingaþörfinni. „Ég hef t.d. haldið utan um áhafnatryggingar fyrir sjómenn á Hjaltlandseyjum í 25 ár og fer þangað á hverju ári til að kynna mér aðstæður. Þær heimsóknir hjálpa mér að skilja viðskiptavinina og áhættuna og vinna út frá því,“ segir Nicholas.
 
Dæmi um tryggingar fyrir útgerðina
Meðal þess sem Consello getur haft milligöngu um að tryggja má nefna:
 
    Húftryggingar skipa og smábáta.
    Áhafnatryggingar.
    Hagsmunatryggingar.
    Afla- og veiðarfæratryggingar.
    Birgðatryggingar á frystum afla.
    Tryggingar fyrir frystihús og fiskvinnslur. 
 
Rétti tíminn til að spyrna við iðgjaldahækkunum
Guðmundur Hafsteinsson segir að almennt séu tryggingariðgjöld að hækka um allan heim eftir nokkur ár lækkunar. Búist er við því að svo verði áfram í einhver ár, ekki síst í sjávarútvegi en þar hafa iðgjöld verið óvenju hagstæð síðustu ár. „Þetta er því rétti tíminn til að spyrna við þeim hækkunum með því að semja beint við Lloyds markaðinn. Við erum líka að tala um samninga lengur en þetta klassíska eina ár sem hér tíðkast.“

fréttablaðið_umfjöllun_um_consello.pdf
File Size: 131 kb
File Type: pdf
Download File

0 Comments
Picture
Consello ehf - löggilt vátryggingamiðlun 
​Stofnsett 21. júní 2010
Álfabakka 14  -  109 Reykjavík - Sími 520-2320
kt. 600710-0280   -  Persónuverndarstefna
Consello ehf. hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu og starfar undir eftirliti þess sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 32/2005, um miðlun vátrygginga.  
Consello ehf. hefur starfsábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélaginu Verði í samræmi við 4. málsgrein 12. gr. laga um dreifingu vátrygginga nr. 62/2019.