Viðskiptavinir Consello ehf


Hvað segja

Viðskiptavinir okkar

„Borgarbyggð bauð út tryggingar sveitarfélagsins og réð Guðmund Ásgrímsson hjá Consello, sérfræðing á sviðinu, til að annast verkið. Hann fór vandlega yfir allar tryggingar áður en útboðið fór fram. Consello sýndi mikla fagmennsku og stóð undir væntingum, sérstaklega þegar upp komu mál á borð við kæru vegna útboðsskilmála.“

Eiríkur Ólafsson, Borgarbyggð

Par af svörtum gæsalöppum á hvítum bakgrunni.

„Hveragerðisbær nýtti sér þjónustu Consello og er skemmst frá því að segja að við vorum afar ánægð með þjónustu fyrirtækisins. Unnið er faglega og hratt og að fullu í samræmi við óskir og þarfir viðskiptavinarins. Að loknu starfi Consello var bæjarfélagið með betri og ódýrari tryggingar en áður. Því hefðum við aldrei náð án aðstoðar Guðmundar Ásgrímssonar hjá Consello.“

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði 

Par af svörtum gæsalöppum á hvítum bakgrunni.

„Fjallabyggð nýtti sér þjónustu Guðmundar Ásgrímssonar hjá Consello og var þjónustan til fyrirmyndar. Fagmennska og þekking í fyrirrúmi sem skilaði sveitarfélaginu hagkvæmari iðgjöldum.“

Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, fjármálastjóri.

Par af svörtum gæsalöppum á hvítum bakgrunni.

„Okkur hjá Högum hf. fannst áhugavert að fá nýjan vinkil á tryggingamál okkar og það er óhætt að segja að við erum mun öryggari í dag með okkar tryggingar en áður. Consello hjálpaði okkur að nálgast tryggingamálin á ferskan hátt með tryggingafélagi okkar og við sömdum um betri og víðtækari vernd.“


Guðrún Eva Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Haga hf